Untitled 7

Auglýsing eftir umsækjendum – “List í Ljósi”

Okkur langaði að kynna nýja listahátíð sem haldin verður á Seyðisfirði dagana 19.-20. febrúar næstkomandi.

Við erum að vinna í því að auglýsa eftir umsækjendum, erum komnar með 40 umsóknir frá erlendum listamönnum, en erum æstar í að fá fleiri íslenska listamenn til liðs við okkur.

Hérna er heimsíðan okkar og fb-síða ef þið viljið kynna ykkur málið betur: http://www.listiljosi.com/ oghttps://www.facebook.com/listiljosi/?fref=ts

Listhátíðin List í Ljósi biður alla listunnanda um að lýsa upp Seyðisfjörð í nýju ljósi.

Að taka þátt í hátíðinni “List í Ljósi” er tækifæri fyrir listamenn til að sýna listsköpun sína í stærra samhengi og í takt við stórbrotið umhverfi Seyðisfjarðar. Við viljum bjóða öllum þeim sem hafa skapandi hugmyndir þar sem ljós er aðal atriðið að senda umsókn um þátttöku.

VERKIN MEGA INNIHALDA: Ljósa innsetningar, gagnvirk verkefni, staðbundin verkefni, landslags/ samfélags verkefni, hljóð innsetningar, video verk, vörpun, líkamstjáningu, hreyfiorku og skúlptúr. Aðrar listrænar hugmyndir undir þemanu “ljós” koma einnig til greina.

Sendið inn umsókn á mailið celia@celery.co.nz

Við viljum sjá nýjar hugmyndir sem breyta plássinu og gefa áhorfendum tækifæri til að sjá umhverfið á nýjann hátt.

Valdir umsækjendur fá aðstoð til að setja upp verk sitt fyrir hátíðina og frekari viðurkenningu og tækifæri í gegnum hátíðina eftir atburðinn.

Umsóknafrestur er til 15. Janúar 2016

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com