List fyrir okkur hin – Jaðarmyndir Filippo de Esteban í Anarkíu

Filippo de Esteban

List fyrir okkur hin – Jaðarmyndir

Filippo de Esteban í Anarkíu

 

List fyrir okkur hin – Jaðarmyndir nefnist myndlistarsýning Filippo de Esteban sem verður opnuð í Anarkíu listasal laugardaginn 30. maí kl. 15. Þar sýnir hann ný verk úr myndaröðinni „Fata Morgana“ og stendur sýningin til 21. júní. Filippo de Esteban er fæddur í Baskalandi á Spáni en býr og starfar í Berlín þar sem hann sýnir reglulega. Hann er giftur íslenskri konu og hefur komið reglulega til Íslands sl. 30 ár, en þetta er fyrsta sýning hans hér á landi.

 Listamaðurinn lýsir sjálfum sér á þessa leið:

Það er það sem ég segi!

Íberóamerískur Baski,
það er það sem ég segi!
Indverji af grun,
langalangalangafabarn síðasta Móhíkanans,
með metafýsískri vissu gallískur,
trúlaus Arabi,
reiður Íri á snúrunni,
Skoti undir pilsinu,
antialkohólískur Rússi,
alla vega og fyrir frelsið Tíbeti,
og síðast en ekki síst Þjóðverji,
endurborinn í Friedenau.
Það er það sem ég segi!

Anarkía listasalur er í Hamraborg 3 í Kópavogi (gengið inn að norðanverðu) og er opinn kl. 15-18 alla daga nema mánudaga.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com