KatrínIJ

List er okkar eina von – Listamannaspjall 23.mars í Midpunkt

“Í sýningunni List er okkar eina von! virkjar Katrín frumkraftinn, sjálfa uppsprettuna og veltir upp spurningunni hvort það sé ekki raunverulega nóg. Getum við með því að trúa á listina ekki bara gefið listinni merkingu heldur okkur sjálfum og lífi okkar? Þurfum við fleiri milligöngumenn? Þurfum við heimspekinga, presta, stjórnmálamenn eða aðra álitsgjafa? Þurfum við nýjan megraunakúr eða aðra sjálfshjálparbók þegar okkur býðst alvöru list? Þetta er að sjálfsögðu mikilmennskubrjálæði eins og öll sköpun og öll trú er.

Þegar þú ert að rýna í listina ertu að rýna í sjálfan þig. Með því að dæma hana dæmiru sjálfan þig, með því að dást að henni dáistu að sjálfum þér. Listin gerir það sem aðrir guðir geta einungins reynt. Hún tekur á sig syndir okkar, hún færir okkur sjálfsþekkingu, hún gerir að bæði betri og verri manneskjum í senn. Listin fyllir okur ást og samkennd, en hún kennir okkur líka háð og örvæntingu. Hún reynir ekki að þróa með okkur siðferði eða fagurfærði. Hún er fagurfræðin sjálf, handan góðs og ills.” 

-Snæbjörn Brynjarsson sýningastjóri. 

Sýningin er staðsett í nýju gallerí í Hamraborg – Kópavogi og heitir Midpunkt. List er okkar eina von! er sýning sem bíður áhorfandann inní heim myndlistar og gefur hugrekki til þess; tekst á við trú og sjálfsást.  – hafði samband í síma 770 3135 – sýningin stendur til 30 mars, næstkomandi laugardag verður samverustund; listamanna spjall og kaffi/te

Allir velkomnir!

Um listamanninn:

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir (f. 1982) býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr LHÍ 2008 og með BA gráðu í Listfræði úr HÍ 2012. Hún lauk MFA námi við School of Visual Arts in New York (2014) Katrín Inga hlaut viðurkenningu úr Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur (2017), Dungal viðurkenningu (2012), námsstyrk úr Guðmundu Andrésardóttur sjóðnum (2013) og Fulbright námstyrk (2012). Katrín hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum hérlendis og erlendis, má þar nefna einkasýningu í Nýlistarsafninu árið 2013 og samsýningu á High Line Art í New York árið 2017. Katrín hefur stofnað og rekið ýmis fyrirbæri tengt myndlist og vinnur iðulega í þágu listarinnar. Viðfangsefni Katrínar eru oft um hið félagslega og pólitíska landslag innan listanna sem hún tekst m.a. á við með aðferðum eins og skrifum, gjörningum og teikningum.

Hér er hægt að átta sig betur á staðsetningu gallerísins Midpunkts

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com