Image001

Línudans | Listamannsspjall og leiðsögn

Rúna | Sigrún Guðjónsdóttir

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi

Listamannsspjall og leiðsögn sunnudaginn 22. janúar 2017 kl. 13

 

Rúna – sem sýnir ný verk í Gerðubergi um þessar mundir – á að baki langan listamannsferil. Í þessu listamannaspjalli verður rætt við hana um listferil hennar og lífssýn. Hvers vegna lagði hún ung út á listabrautina? Hvernig var hægt að finna tíma fyrir listina meðfram barnauppeldi og brauðstriti? Og hafa tímarnir breyst – og hvernig?

Á sýningunni í Gerðubergi eru eingöngu verk frá síðustu tveimur árum, unnin með akrýllitum og þurrkrít á handgerðan japanskan pappír. Sýningin ber heitið Línudans, enda er flæðandi línuspil eitt höfuðeinkenna verka hennar. Í myndunum má sjá þekkt stef úr smiðju Rúnu eins og sterk, kvenleg form; fugla, fiska og báta en áhrifa ævintýrisins gætir einnig í mettuðum litum sem oft glitra af silfri og gulli.

 

Sýningin er opin virka daga frá kl. 9-18 og um helgar frá kl. 13-16. Henni lýkur sunnudaginn 5. febrúar.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com