LINES Tutti 131

-LINES- Gagnvirk hljóð innsetning í Norræna húsinu.

Miðvikudaginn 28. júní kl. 16:00-18:00. 

Það er okkur sönn ánægja að bjóða til opnunar þátttökuverksins LINES í Norræna húsinu.

Höfundur verksins, sænska tónskáldið Anders Lind verður viðstaddur opnunina og heldur sýnikennslu á hljóðfærin.

Hljóðfærin eða línurnar eru fastar við veggi, gólf og hangandi úr lofti. Í samblandi við skynjara og raftæki myndast þrjú nýmóðins hljóðfæri, sem gera þér kleift að skapa tónlist með höndunum. Innsetningin er bæði fyrir börn og fullorðna og getur jafnvel verið áskorun fyrir reynd tónskáld.

Sýningin verður opin í allt sumar eða fram til 3. september í Black Box Norræna hússins og aðgangur er ókeypis.

Boðið verður upp á óáfengar veitingar í gróðurhúsi Norræna hússins. Verið öll hjartanlega velkomin.

www.norraenahusid.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com