Visual Resonance – Kommentierte Musik 2

Liminalitites í Nýlistasafninu 04.11.

(English below)

Liminalities

Flytjendur: Ensemble Mosaik
Tónskáld: Ann Cleare, Rama Gottfried, Kaj Duncan David
Listamenn: Haraldur Jónsson, Margrét H. Blöndal, Darri Lorenzen, Anna Rún Tryggvadóttir
Sýningarstjóri: Dorothée Kirch

4.  nóvember kl. 20

Nýlistasafnið og Listahátíðin Cycle bjóða ykkur velkomin á Liminalities, tónleika og myndlistarsýningu, sunnudaginn 4. Nóvember kl. 20:00 í Marshallhúsinu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Liminalities er þverfaglegt verkefni sem byggist á samstarfi milli myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda. Þegar einblínt er á listsköpun á einu sviði er ávallt mikilvægt að kanna hvað á sér stað á öðrum sviðum. Ferlin sem felast í sköpun tónlistar og myndlistar eru nauðalík og spyrja svipaðra spurninga. Bæði svið einkennast af leik og tilraunamennsku. Verk tónlistarmanna sem og myndlistarmanna ávarpa áhorfendur og áheyrendur en einnig rýmið í kringum sig. Í Liminalities er sjónlistin ekki uppfyllingarefni á tónleikum og tónlistin er ekki í bakgrunni á myndlistarsýningum. Hér fæðir sjónlistin tónlistina og tónlistin ber sjónlistina áfram. Þar með upplifa aðnjótendur verkin á annan hátt.

Samstarf þeirra myndlistarmanna, tónlistarmanna og tónskálda sem taka þátt í Liminalities hófst í Berlín árið 2015 og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Ýmsir viðburðir svo sem vinnustofur, kynningar og tónleikar hafa verið haldnir þar sem tónlistarmenn, tónskáld og listamenn hafa hisst og saman þróað hugmyndir sem í senn endurspegla samband tónlistarinnar við tímann og efniskennd sjónlistarinnar. Tónleikarnir í Nýlistasafninu fagna afrakstri þessarar vinnu.

/////

Liminalities

Performers: Ensemble Mosaik
Composers: Ann Cleare, Rama Gottfried, Kaj Duncan David
Visual artists: Haraldur Jónsson, Margrét H. Blöndal, Darri Lorenzen, Anna Rún Tryggvadóttir
Curator: Dorothée Kirch

4th of November at 20

The Living Art Museum and Cycle Music and Art festival invite you to Liminalities, a  music and visual art event that takes place on Sunday November 4th at 20:00 at The Marshall House. Admission is free and everyone is welcome.

Liminalities is a interdisciplinary project based on collaboration between contemporary visual artists, musicians and composers. When trying to grasp what goes on in one field of art production, it is also necessary to understand the forces effective in other fields. In the process of creating music and visual art, similar questions are being asked and the open elements of play and experiment are nearly identical. Musicians and artists involve the perceiving audience and they engage with the surrounding space. In Liminalities visual art is not merely a backdrop for the music and the compositions do not serve as lounge music for an art installation. Here visual art feeds music and music carries visual art and thereby opening up new ways of engaging with the audience.

The collaboration between the visual artists, musicians and composers of Liminalities started tentatively in Berlin in 2015 and has been developing since to its current state. Throughout the period workshops, presentations and concerts have been held where the musicians, compositions and artists have met and developed common concepts that combine the processability and immediacy of music with the presence and materiality of visual art. The concert at The Living Art Museum will be the final culmination of this project.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com