LilyErlaAdams1

Lilý Erla Adamsdóttir – Skógur

 

 

Laugardaginn 13. ágúst kl. 14:00 á opnar Lilý Erla Adamsdóttir sýninguna Skógur í Flóru á Akureyri.

 

Sýningin er unnin út frá sænskum skógum, hugmyndum um einstaklinginn og hvernig innri heimar geta orðið til í samstarfi skynjunar og

ímyndunarafls. Verkin samanstanda af tálguðum tréfígúrum úr veðruðu spreki skógarbotna Svíþjóðar og máluðum mynstrum.

 

Lilý útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands , diplóma í textíl frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og er nú hálfnuð með mastersnám í listrænum textíl frá Textílháskólanum í Borås. Hún  

hefur fundið verkum sínum farveg í gjörningalist, ljósmyndum, vídeói og textíl svo eitthvað sé nefnt. Endurtekning er áberandi í verkum hennar og fjalla þau oft um munstrið sem skapast með hegðun okkar í daglegu lífi.

 

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. – lau. kl. 10-18 og sunnudaga 14-18

 

Sýningin stendur til laugardagsins 10. september 2016.

 Viðburðurinn á Facebook

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í

flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168 og Lilý Erla Adamsdóttir í lilyadamsdottir@gmail.com.

 

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endur-nýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com