92b12c22 57ea 4ef4 B516 8adea6cf6f83

Líkamleiki | Listamannaspjall

(ENGLISH BELOW)

Sunnudaginn 8. mars kl. 15 fer fram listamannaspjall með Elínu Hansdóttur, Haraldi Jónssyni og Margréti Bjarnadóttur í Gerðarsafni. Listamennirnir munu ræða verk sín á sýningunni Líkamleiki og leita tengsla á milli þeirra innbyrðis.

Sýningin Líkamleiki er hugleiðing um líkamann eins og hann birtist í samtímalist. Á sýningunni eru valin verk eftir listamenn sem eiga það sammerkt að vísa í líkamann og líkamleika af ýmsu tagi.

Listamenn sýningarinnar eru Bára Kristinsdóttir, Claire Paugam, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifsdóttir, Guðrún Benónýsdóttir, Haraldur Jónsson, Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Katrín Elvarsdóttir, Klængur Gunnarsson, Margrét Bjarnadóttir, Roni Horn, Sigurður Guðmundsson, Steina, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason. Sýningarstjóri er Brynja Sveinsdóttir.

Listamannaspjallið er hluti af viðburðadagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018.

Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

/////

Embody | Artist talk
Sunday 8. April at 3 p.m.

Sunday 8. March at 3 p.m. an artist talk will take place in Gerðarsafn. Artists Elín Hansdóttir, Haraldur Jónsson and Margrét Bjarnadóttir will discuss their work in the exhibition Embody.

The exhibition Embody is a meditation on the human body as manifested in contemporary art. The exhibition presents selected works by artists who share the common factor of referencing the body and embodiment in various ways.

The artist talk is a part of the event program for The Icelandic Photography Festival.

The event is included in admission to the museum.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com