LÍFIÐ – drullumall – leiksýning fyrir alla fjölskylduna sem sýnt er nú í Tjarnarbíó

IMG_0358a   tilraunir   IMG_4014a


LÍFIÐ - stórskemmtilegt drullumall 
leiksýning fyrir alla fjölskylduna sem sýnt er nú í Tjarnarbíó

Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla
fjölskylduna.  Hún er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær
að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni.  LÍFIÐ fjallar um
sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Sýningin
hefur hlotið einróma lof áhorfenda sem og gagnrýnenda sem hafa gefið henni
fullt hús stjarna.


Aukasýningar
Vegna mikilla vinsælda á Lífinu hefur verið bætt við aukasýningum á verkinu
eftirfarandi daga:
sunnudaginn 18. janúar kl. 13:00
sunnudaginn 25. janúar kl.13:00
sunnudaginn 1. febrúar kl. 13:00
Þetta eru síðustu sýningar þar sem leikararnir eru að fara í önnur
verkefni.

Leikhússpjall eftir sýningu 
Eftir sýningu þann 18. janúar munu leikarar og leikstjórar bjóða upp á spjall
og sitja fyrir svörum, þar sem gestum gefst kostur á að ræða við þau um verkið.

Ljósmyndasýning
Þann 18. janúar mun Helga Arnalds myndlistakona og stjórnandi  Leikhússins 10
fingur opna ljósmyndasýningu á Tjarnarbarnum, bar Tjarnarbíós. Á sýningunni
verða myndir sem varpa ljósi á vinnuaðferðina sem notuð var við gerð
leiksýningarinnar LÍFIÐ.

Aðferðin sem notuð var við sköpun sýningarinnar Lífið er nokkuð einstök. Í stað
þess að vinna sýninguna út frá fyrirfram gefnu innihaldi, sögu eða handriti er
frásögnin látin fæðast út úr efniviðnum, þ.e. moldinni. Myndirnar ráða ferðinni
og frásögninni.

Á æfingaferlinu spunnu leikarar og leikstjórar með moldina, tóku myndir af
ferlinu og röðuðu svo atriðunum saman í heild, þar til sýningin fór smám saman
að taka á sig mynd og myndirar fóru að segja sögu.Úr varð einstök
leikhúsupplifun fyrir alla fjölskylduna þar sem sögð er skemmtileg saga sem
höfðar jafnt til stórra sem smárra. 
Markmiðið með því að halda ljósmyndasýningu meðfram aukasýningum í janúar er að
veita áhorfendum innsýn í sköpunarferlið og stækka þar með upplifunina.

Helga Arnalds
Leikhúsið 10 fingur
www.10fingur.com

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com