Training Artists Without Borders er samstarfsverkefni nokkurra evrópskra menningarstofnana og listaháskóla en þau eru:
- Listaháskóli Íslands
- Íslenska óperan
- Guildhall School of Music & Drama
- Listaháskólinn í Stokkhólmi
- Tónlistar- og leiklistarháskólinn í Vínarborg
- Konunglega konservatorían í Haag
- Pins Claus Conservatorium
- Academie Minerva í Groningen
- Yong Siew Toh Tónlistarkonservatorían í Singapore
- Samtök evrópskra tónlistarkonservatoría og tónlistarsháskóla
Í málstofu sem haldin verður í tónlistardeild LHÍ, Skipholti 31, föstudaginn 30. nóvember milli 15 og 17 verður afraksturinn af þessu tilraunaverkefni kynntur.
Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætluninni |
Nánar:
Sífellt fleiri listamenn vinna þvert á listgreinar og þverfaglegar áherslur í listnámi verða að sama skapi æ mikilvægari. Á sama tíma hefur stafrænt umhverfi og ný þekking getið af sér nýjar leiðir til miðlunar og listnáms.
Undanfarin tvö ár (frá september 2016 – september 2018) hafa listamenn frá öllum heimshornum hist með reglulegu millibili með það að markmiði að þróa leiðir og þekkingu til að byggja upp listnám sem tekst á við þennan breytta veruleika. Innan verkefnisins Training Artists Without Borders (Listnám án landamæra) tókust þrír hópar á við þrjú ólík en þó náskyld viðfangsefni; þverfaglega samvinnu í listnámi, leiðsagnarnám (mentoring), og nám í stafrænu umhverfi.
Rannsóknarleiðangurinn, sem átti sér meðal annars stað í Groningen í Hollandi), Visby í Gotlandi, Hafnarfirði og Zeerjip í Hollandi, gat af sér ótal innblásandi tilraunir, knýjandi spurningar og (nokkur) svör sem tekist verður á við í málstofu í Skipholti 31.
Þátttakendur í málstofu:
- Alexander Roberts, fagstjóri meistaranáms við sviðslistadeild LHÍ
- Berglind María Tómasdóttir, dósent við tónlistardeild LHÍ
- Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
- Sigurður Halldórsson, prófessor og fagstjóri NAIP (New Audience, Innovative Practice) við LHÍ.
- Tryggvi M. Baldvinsson, deildarforseti tónlistardeildar LHÍ
- Þorgerður Edda Hall, verkefnastjóri alþjóðasviðs LHÍ
- Þóra Einarsdóttir, prófessor og fagstjóri söngbrautar tónlistardeildar LHÍ
- Nemendur úr NAIP (New Audiences and Innovative Practice) við tónlistardeild og úr sviðslistadeild LHÍ.
- Málstofustjóri: Elísabet Indra Ragnarsdóttir
Öll hjartanlega velkomin. |