Listaháskólinn

LHÍ: HÁSKÓLAKENNARI Í MYNDLIST MEÐ ÁHERSLU Á SÝNINGAGERÐ – MEISTARASTIG

Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um starf háskólakennara í myndlist með áherslu á sýningagerð. Um er að ræða nýja námsleið innan námsbrautar á meistarastigi í myndlist. Starfið felur í sér þróun náms í sýningagerð á meistarastigi, kennslu og stefnumótun. Háskólakennarar taka jafnframt virkan þátt í uppbyggingu deildarinnar undir stjórn deildarforseta og skulu vera virkir þátttakendur í því fræða- og fagsamfélagi sem skólinn byggir upp. Starfshlutfall er 60%. 

Hæfi umsækjanda verður metið í samræmi við reglur Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sé reglurnar við gerð umsóknar.  

Við ráðningu verður meðal annars litið til hvaða hæfileika ætla megi að umsækjandi hafi til samstarfs við aðra og hvernig eiginleikar hans geti nýst til starfa innan skólans. Frammistaða hæfra umsækjenda í viðtölum mun hafa mikið vægi.

Menntunar- og hæfiskröfur:

  • Meistaragráða í sýningagerð, myndlist eða sambærileg menntun.
  • Umfangsmikil reynsla af sýningagerð.
  • Framúrskarandi listræn og fagleg þekking á sviði samtímamyndlistar.
  • Umsækjandi sé virkur þátttakandi í fagsamfélagi myndlistar.
  • Reynsla af kennslu á háskólastigi.

Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • Greinargóð starfsferilskrá.
  • Staðfest afrit af prófskírteinum.
  • Greinargerð sem sýnir faglega sýn umsækjanda á þróun samtímamyndlistar og háskólamenntunar í sýningagerð.  
  • Meðmæli frá tveimur aðilum.
  • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri.

Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2020.

Upplýsingar um starfið veitir Sigrún Hrólfsdóttir forseti myndlistardeildar, sigrunhrolfsdottir@lhi.is

Umsóknargögnum skal skilað á netfangið starfsumsokn@lhi.is eigi síðar en 13.12.2019 merktum: „Umsókn um starf háskólakennara í sýningagerð“. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Nánari upplýsingar um starfið og umsóknarferli má finna HÉR

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com