Seasons

Leysingar – sýning eftir Gunnhildi Þórðardóttur opnar í SÍM salnum föstudag 3. Júlí 2020

Föstudaginn 3. júlí mun Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistamaður, opna sýninguna Leysingar í SÍM salnum kl. 16-18

Á sýningunni eru ný verk unnin 2019-20 bæði tví – og þrívíð verk. Leysingar eru ástand þar sem náttúran er að undirbúa sig fyrir vorið og sumarið, þegar klakinn er að losna og aukin hlýindin verða. Jarðvegurinn mýkist og aukinn vöxtur verður í ám og vötnum. Það er einnig hægt að segja að maðurinn fari í leysingar þar sem við undirbúum okkur líka fyrir næstu árstíðir og erum meira úti í náttúrunni, þar sem myrkrið víkur fyrir birtunni og hlýjunni. Verkin verða til í leysingum eða leysast úr læðingi en einnig verða ljóð eftir höfund á sýningunni. Ljóðin eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúruna. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum. Sýningin stendur til 24. júlí og verður opin á skrifstofutíma SÍM milli kl.10-16 alla virka daga.

Gunnhildur lauk tvíhliða BA námi í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama háskóla árið 2006 og lauk viðbótardiploma í listkennslu við LHÍ á haustönn 2019. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, Slunkaríki, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu,  002 gallerí og Tate Britain.

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur í síma 8983419 og skrifstofa SÍM s.5511346

hér er hlekkur á viðburðinn á facebook:

https://www.facebook.com/events/273099670565520/

In English

The exhibition Thawing with art work by Gunnhildur Thordardottir at the Iceland Association of Visual Artists Gallery will be opened Friday 3rd of July at 4-6 pm. On display are new work made in 2019-20 both two and three dimensional. Thawing is a condition when nature is preparing itself for spring and summer, when the soil is softened and there is more water, ice and snow melt and the temperature rises above freezing. One can also say that man goes through similar changes when spring approaches, we want to spend more time outside and the days become longer. The art work was created during the seasonal thawing almost like they are released. Furthermore there will be some poetry on display pomes are reflections around the year on events, people and the nature. Romantic descriptions of landscape, people, culture and environment.. The exhibition runs until 24th of July and will be open during the office hours of 10-4 pm.

Gunnhildur Thordardottir studied BA(Honours) Art & Art History at Cambridge School of Art in England and graduated in 2003 and with an MA in Arts Management in 2006 from same university and a diploma in Arts Education from the Iceland Academy of the Arts at the end of 2019. She has held many private exhibitions i.e. at the Reykjanes Art Museum, The Gallery Sudsudvestur, Flora in Akureyri, at the SIM gallery, the Icelandic Printmaking Association Gallery and taken part in numerous combined exhibition i.e. at the National Gallery of Iceland, Hafnarborg, Reykjanes Art Museum, Nordic House and Tate Britain.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com