Leturoglist Fbmynd

LETUR OG LIST Í LISTASAL MOSFELLSBÆJAR

Laugardaginn 7. október nk. kl. 15 verður opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar; Letur og list.

Þorvaldur Jónasson, myndmennta- og skriftarkennari, sýnir leturgerðir sem segja sögu leturs/kalligrafíu allt frá Kristsburði til nútímans. Hjónin Guðlaug Friðriksdóttir og Ragnar G. Einarsson, bókbindarar, sýna ýmis áhöld og efnivið til bókbandsgerðar. Saman mynda þessi tvö innlegg áhugaverða sýningu um þá list sem felst í bókagerð af gamla skólanum.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins (kl. 12-18 á virkum dögum nema kl. 10-18 á miðvikudögum og kl. 13-17 á laugardögum) og lýkur 28. október.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir, ekki síst kennarar með skólahópa.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com