Untitled 5 1 980×350

Letterstedtski sjóðurinn auglýsir styrki með umsóknarfresti til 15. september

Til fræðimanna,  listamanna og annarra sem hyggja á norrænt samstarf:

Letterstedtski sjóðurinn auglýsir ferðastyrki til umsóknar sem unnt er að sækja um til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins og styrki til ráðstefnuhalds, útgáfu og þýðinga á fræðiritum o.fl. sem sækja má um til aðalstjórnar Letterstedtska sjóðsins í Svíþjóð.

Styrkir þeir sem Íslandsdeildin veitir eru til ferða frá Íslandi til norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna vegna vísindastarfa eða þátttöku í norrænum eða norrænt-baltneskum ráðstefnum og fundum.

Sérstök athygli er vakin á því að aðalstjórn sjóðsins setur nú í forgang umsóknir vegna verkefna sem snúa  að 100 ára fullveldi Íslands og sambandi og samskiptum Íslands við önnur norræn lönd, þar á meðal Færeyjar, Grænland og Álandseyjar.

Umsóknir skulu innihalda greinargóðar upplýsingar um tilgang ferðar og/eða verkefnis.

Umsóknum til Íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins ber að skila á íslensku, en til aðalstjórnar sjóðsins á sænsku, dönsku eða norsku.

Umsóknarfrestur vegna hvorra tveggja styrkjanna er til 15. september nk.

Umsóknir til Íslandsdeildar sjóðsins ber að senda til Snjólaugar G. Ólafsdóttur, ritara sjóðsins, Vesturbrún 36, 104 Reykjavík en til aðalstjórnar til Letterstedtska föreningens huvudstyrelse, Box 1074, SE- 101 39, Stockholm. Umsóknirnar undirritaðar eigin hendi skal senda í almennum pósti en hvorki ábyrgðarpósti né tölvupósti.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Letterstedtska sjóðsins  www.letterstedtska.org/anslag. Einnig má leita til Þórs Magnússonar frv. Þjóðminjavarðar, formanns Íslandsdeildar sjóðsins (thor@thjodminjasafn.is) og Snjólaugar G. Ólafsdóttur ritara  (sngola@simnet.is) um upplýsingar.

Vinsamlegast kynnið þessar upplýsingarnar starfsmönnum og öðrum  tengdum stofnuninni sem gagn mættu hafa af.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com