
leitin að því sem er ekki til hefst – Leifur Ýmir Eyjólfsson 21.12.2019 – 15.06.2020
Laugardaginn 21. desember 2019 kl: 17.00–19.00, opnar sýning Leifs Ýmis Eyjólfssonar, leitin að því sem er ekki til hefst, á Gallerí Skilti, Dugguvogi 3, 104 Reykjavík.
„Hugmyndin að verkinu byrjaði á því að ég var að reyna gúggla eitthvað sem ég var að reyna búa til en það var ekki til. Þá áttaði ég mig á því að í sköpunarferlinu er maður alltaf að leita að einhverju sem er ekki til. Maður reynir að elta einhverja tilfinningu sem leiðir mann að einhverjum nýjum uppgötvunum.
Ég byrja oft á því að leita ofaní sömu skúffuna. Það er yfirleitt ekki þar. Ég veit að það er ekki þar en þó er gott að byrja þar. Svo finnur maður oft ýmislegt í jakkavasanum“.
Útgáfu samnefnds bókverks verður jafnframt fagnað á sýningaropnuninni.
Bókverkið hefur skírskotanir í barnabókaformið þar sem endurtekningin er notuð. Leiðarvísirinn er því eiginlega barnabók fyrir fullorðna.
Verkið er gefið út hjá nýstofnuðu bókverkaútgáfunni Print & Friends Verlag sem gefur eingöngu út bókverk listamanna.
Verk Leifs Ýmis byggja á safni orða, texta og setningarbrota sem hann hefur haldið til haga og byggt upp síðustu ár. Hann hefur sérstakt dálæti á því sem kemur dags daglega fyrir í samskiptum á milli fólks eða því sem maður hugsar með sjálfum sér án þess að því fylgi afgerandi merking: „ætli það ekki bara,“ „sjáum til.“ Þetta er tungutak millibilsástands, íhugunar eða hrein uppfylling í þagnir. Vinnsluferlið kann að bera merki um þráhyggju en líka alúð gagnvart hinu hversdagslega.
Hann fæddist á níunda níunda áratug síðustu aldar. Hann býr og starfar í Reykjavík. Hann útskrifaðist frá Listaháskólanum. Hann hefur sýnt við ýmis tækifæri bæði hér heima og erlendis. Hann hefur fengið viðurkenningar fyrir störf sín. Í listsköpun sinni fæst hann aðallega við innsetningar í rými og annað. Verk eftir hann eru í eigu safna og fjölda einstaklinga.
Sýningin stendur fram í júní 2020
