Listasafn Reykjavíkur

Leikum að list Sumarnámskeið Listasafns Reykjavíkur

Skúlptúrgerð fyrir 6-9 ára
Listmálun fyrir 10-12 ára
Útilistaverkanámskeið fyrir 9-11 ára

Örfá sæti laus

Fjögurra daga
skúlptúrnámskeið fyrir 6-9 ára

með Söru Riel

Hvað er skúlptúr? Námskeiðið fer fram í ævintýralegu umhverfi Ásmundarsafns á ári útilistaverka í Listasafni Reykjavíkur.

Nemendur fá að kynnast ólíkum efnivið við listsköpun og byggja sitt eigið listaverk. Nemendur fá leiðsögn í muninum á tví- og þrívídd, hvernig mismunandi sjónarhorn geta skipt sköpum og fræðast um það ótrúlega efnisúrval sem heimurinn hefur upp á að bjóða til listsköpunar.

Leiðbeinandi: Sara Riel myndlistarmaður

Þátttakendur þurfa að mæta í útifötum sem mega skemmast og hafa mikið og gott nesti meðferðis.

Fyrra námskeið: 11.-14. júní kl. 9-12.00
Skráningu lýkur 5. júní
Skráning hér

Seinna námskeið: 18.-21. júní kl. 9-12.00
Skráningu lýkur 12. júní
Skráning hér

Ath. takmarkaður fjöldi.

Námskeiðsgjald: 16.000 kr.
Allur efniviður innifalinn í verðinu.

Fjögurra daga listmálunarnámskeið fyrir 10-12 ára
með Halldóri Ragnarssyni

Hvernig málar maður alvöru málverk? Námskeiðið er ætlað byrjendum í málaralist þar sem farið er í undirstöður listmálunar.

Nemendur fá að skoða mismunandi tækni og áhöld, fá að heyra sögur af listamönnum og auðvitað að mála sitt eigið málverk. Námskeiðið fer fram á Kjarvalsstöðum og allur efniviður innifalin í verðinu. Þátttakendur þurfa aðeins að mæta í fötum sem mega fá slettur á sig og gott að hafa smá hressingu meðferðis.

Leiðbeinandi: Halldór Ragnarsson myndlistarmaður

Fyrra námskeið: 11.-14. júní kl. 9-12.00
Skráningu lýkur 5. júní
Skráning hér

Seinna námskeið: 18.-21. júní kl. 9-12.00
Skráningu lýkur 12. júní
Skráning hér

Ath. takmarkaður fjöldi.

Námskeiðsgjald: 16.000 kr

Útiandlit
Tveggja daga útilistaverkanámskeið fyrir 9-11 ára
með Halldóri Ragnarssyni

Boðið er upp á sérstakt tveggja daga  útlistaverkanámskeið með listamanninum Halldóri Ragnarssyni, þar sem nemendur byggja stóra skúpltúra saman útivið. Hamrar, naglar, málbönd og sagir verða í aðalhlutverki og mikið í gangi. Fyrir duglega krakka sem hafa gaman af að vinna saman.

Leiðbeinandi: Halldór Ragnarsson myndlistarmaður

Mikilvægt er að allir séu vel klæddir, í góðum hlífðarfötum og með gott nesti meðferðis.

Námskeiðið fer fram dagana 24. og 25. júní frá kl. 9-12
Skráningu lýkur 12. júní
Skráning hér

Ath. takmarkaður fjöldi

Námskeiðgjald: 9.800 kr.

Árið 2019 er ár útilistaverka í Listasafni Reykjavíkur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com