Untitled 1

LEIKIÐ Á TÍMANN – myndlistabók um verk Ástu Ólafsdóttur

Í lok júlí 2016 kom út myndlistarbókin LEIKIÐ Á TÍMANN.  Um er að ræða bók  ríkulega prýdda myndum af  verkum Ástu Ólafsdóttur myndlistarmanns, ásamt verkaskrá og ágripi af ferli hennar.  Bókin er 128 síður, á íslensku og ensku, prentuð í Odda. Hún er gefin út með styrk frá Myndlistarsjóði og Myndstefi.

Á bakhlið bókarinnar segir:  Ásta Ólafsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður í Reykjavík í áratugi.  Efnistök hennar eru fjölbreytt og teygja sig yfir í marga miðla.  Viðfangsefnin spanna allt frá sandkornum til himingeimsins með viðkomu í mannheimum og regluverki myndlistarinnar.

Bókina er meðal annars hægt að kaupa á  skrifstofu SÍM.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com