Untitled 1

Leiðsögn – Ísland er svo keramískt

Leiðsögn – sunnudaginn 21. febrúar kl. 14:00

Ísland er svo keramískt

(9.1.—28.2. 2016)

Vigdís G. Ingimundardóttir verður með leiðsögn um sýninguna Ísland er svo keramískt sunnudaginn 21. febrúar kl. 14:00.

Allir velkomnir.

Vigdís fjallaði um feril Steinunnar Marteinsdóttur í BA – ritgerð sinni í listfræði frá Háskóla Íslands. Vigdís gengur um sýninguna ásamt gestum og dregur fram athyglisverða þætti úr ferli Steinunnar ásamt því að fjalla um einstök verk.

Ísland er svo keramískt er yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteinsdóttur leirlistamanns sem hefur verið ákaflega vel sótt frá því að hún var opnuð snemma í janúar

Á sýningunni gefst kærkomið tækifæri til að bera saman ólík tímabil Steinunnar og mismunandi áherslur. Vigdís mun í leiðsögninni leggja áherslu á feril og höfundareinkenni þessa afkastamikla leirlistamanns og skýra sérstöðu Steinunnar í íslenskri hönnunar– og listasögu.

Safnið lét taka upp hálftíma langa viðtalsmynd við Steinunni sem gestir geta horft á. Í safnbúð safnsins er til sölu bókin Undir regnbogann sem Steinunn gaf út fyrir skömmu um sig og verk sín.

Sýningunni lýkur 28. febrúar næstkomandi. Verið velkomin.

www.honnunarsafn.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com