Framhlid2009

Leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu með sýningarstjóra

Sunnudaginn 26. mars klukkan 15 mun Markús Þór Andrésson leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn.

Markús er sýningarstjóri sýningarinnar sem er nokkurskonar ferðalag um íslenskan myndheim þar sem verkum viðurkenndra listamanna/kvenna og ófaglærðra er teflt saman, nýrri listsköpun og fornri svo sem Jónsbók og vídeóverki Ragnars Kjartanssonar.
Í leiðsögninni munu gestir fá innsýn inn í hugmyndirnar sem liggja að baki uppsetningu Sjónarhorna.

Sýningin í Safnahúsinu er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands, Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Þjóðskjalasafns Íslands.

Leiðsögnin er ókeypis og allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com