Listasafn Eldfjoll Bordi2

Leiðsögn um sýninguna “Ógnvekjandi náttúra” í Safni Ásgríms Jónssonar

Sunnudaginn 30. október kl. 14.00 verður leiðsögn um sýninguna Ógnvekjandi náttúra  sem nú stendur yfir í Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74.
Rakel Pétursdóttir sýningarstjóri mun fjalla um verk listamannsins út frá efnistökum og tjáningarformi, straumum og stefnum í alþjóðlegri myndlist.
Á sýningunni er að finna 23 verk; olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar er spanna allan feril listamannsins.
Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00 – 17.00 fram til 27. nóvember.
Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa utan opnunartíma samkvæmt samkomulagi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com