KE022 YellowBedroom.Small

Leiðsögn um sýninguna Leitin að sannleikanum í BERG Contemporary

Laugardaginn 9. júní kl. 14 mun Katrín Elvarsdóttir bjóða upp á leiðsögn um sýningu sína Leitin að sannleikanum í BERG Contemporary. Sýningin opnaði þann 11. maí síðastliðinn og stendur til 3. ágúst. Meðfylgjandi er texti um sýninguna og ljósmynd eftir Katrínu sem ykkur er velkomið að nota í umfjöllun.

Katrín Elvarsdóttir hefur á síðustu fimmtán árum unnið sér sess sem einn fremsti ljósmyndari landsins og átt ríkan þátt í að breyta viðhorfi til ljósmyndunar sem listmiðils hér á landi. Á sýningunni í BERG Contemporary fjallar Katrín bæði um óljós mörk ímyndunar og veruleika og um það hvernig minningar okkar eiga það til að fjarlægast raunveruleikann hægt og rólega þar til eitthvað í umhverfinu, óvænt snerting við efni, sjónhending eða hljóð, verður til þess að vekja hið liðna til lífsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com