Yoko

Leiðsögn um sýningu á verkum Yoko Ono á desemberstefnumóti Söguhrings kvenna

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús

Laugardaginn 3. desember kl. 13-15

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N. á Íslandi. Í haust hefur sjónum verið beint að lífssögum þvert á tungumál, menningarheima, kynslóðir og tjáningarform. Fjölbreytt frásagnartækni hefur verið notuð, undir leiðsögn kvenna frá Ós Pressunni, fjölmála skáldasamfélagi á Íslandi.

Desemberstefnumót Söguhrings kvenna fer fram á Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi laugardaginn 3. desember kl. 13.00-15.00. Safnið býður konum í Söguhringnum upp á leiðsögn um sýningu Yoko Ono, Ein saga enn, leiðsögnin verður á íslensku og ensku.

Söguhringurinn hefur verið starfræktur í átta ár og er vettvangur fyrir konur sem vilja skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni, fræðast um aðra menningarheima og taka þátt í listsköpun. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem vilja deila hugmyndum og njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti.

Aðgangur ókeypis og allar konur velkomnar.
Nánari upplýsingar veita:
Amelia Mateeva
amelieis@yahoo.com
8697217

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar Borgarbókasafni
kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is
Sími: 618 1420

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com