1658564 963995196955656 1106544461717326030 O 300×450

Leiðsögn um RÓT – Listasafnið á Akureyri

1658564_963995196955656_1106544461717326030_o

 

Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, fimmtudaginn 9. júli kl. 12.15
Þar er nú til sýnis afrakstur listaverkefnisins RÓT en verkefnið hefur staðið yfir s.l. tvær vikur. Að þessu sinni sjá listamenn sem tóku þátt í verkefninu um leiðsögnina ásamt starfsmanni Listasafnsins á Akureyri.

RÓT sameinar listamenn úr ólíkum listgreinum í gerð verka sem eru þróuð á staðnum með ólíkum áherslum. Hver dagur hófst á hugflæði þar sem allar hugmyndir voru viðraðar þangað til rótin fannst. Hugmyndin að verkefninu kviknaði einn vetrardag á sameiginlegri vinnustofu þriggja listamanna; Freyju Reynisdóttur, Karólínu Baldvinsdóttur og Jónínu Bjargar Helgadóttur. Þær langaði að nýta margföldunaráhrifin sem gott samstarf framkallar. Nánari upplýsingar má sjá á www.rot-project.com.

Sýningin stendur til 19. júlí og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 10-17.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com