LEIÐSÖGN UM MYNDIR ÁRSINS 2014

Mótmælasvelti
LEIÐSÖGN UM MYNDIR ÁRSINS 2014
Næstkomandi sunnudag, 15. mars kl. 15 verður gestum boðið að fylgja blaðaljósmyndurum í leiðsögn um sýninguna Myndir ársins 2015 í Gerðarsafni.

Á sýningunni eru að þessu sinni 116 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr 905 myndum 24. blaðaljósmyndara. Veitt voru verðlaun í níu flokkum, þ.e. fyrir Mynd ársins, Fréttamynd ársins, Umhverfismynd, Portrett mynd, Íþróttamynd, Daglegt líf, Tímaritamynd, Myndröð og Myndskeið ársins. Að þessu sinni var það fréttamynd ársins sem var jafnframt valin Mynd ársins 2014. Hana átti Sigtryggur Ari Jóhannsson, ljósmyndari DV og er myndin af hælisleitandanum Ghasem Mohamadi sem svelti sig í mótmælaskyni vegna seinagangs Útlendingastofnunar á afgreiðslu hælisumsókna.Verðlaunamyndir í öðrum flokkum áttu Ómar Óskarsson fyrir mynd í flokki daglegs lífs, Vilhelm Gunnarsson fyrir íþróttamynd ársins, Rut Sigurðardóttir átti Portrett mynd ársins, Gígja D. Einarsdóttir átti Tímaritamynd ársins og Heiða Helgadóttir átti verðlaunamynd í flokki umhverfismynda ásamt því að hafa einnig myndað Myndröð ársins 2014.

Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2014 kom út af tilefni sýningarinnar og er fáanlega í verslun Gerðarsafns. Sjá nánar um sýninguna á heimasíðu Gerðarsafns: www.gerdarsafn.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com