Untitled 12

Leiðsögn um Lífshlaup Kjarvals – Sunnudaginn 20. mars

Leiðsögn um Lífshlaup Kjarvals
Sunnudaginn 20. mars kl. 15 á Kjarvalsstöðum

Rannver H. Hannesson forvörður og Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, segja frá veggmyndinni Lífshlaupið sem Kjarval málaði á veggi vinnustofu sinnar í Austurstræti á árunum 1929-1933. Verkið er nú á sýningunni Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur á Kjarvalsstöðum. Haft var eftir Kjarval að hann teldi sig jafnvel hafa málað sínar skástu myndir á veggi vinnustofunnar.

Lífshlaupið var tekið niður á áttunda áratug síðustu aldar og það flutt til Danmerkur til viðgerðar. Fjallað verður um sögu og efni verksins, rætt um gildi þess að það var á sínum tíma tekið niður og varðveitt og greint frá aðferðum sem forverðir beita við að varðveita verk sem þetta. Lífshlaupið er nú í eigu afkomenda Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttir, sem kenndur var við Síld og fisk, og er varðveitt í Gerðarsafni.

Nú gefst einstak tækifæri til að kynnast verkinu á Kjarvalsstöðum en það er eitt af lykilverkum sýningarinnar Hugur og heimur.

Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa

______________________________

Guided tour through the exhibition Mind and World

Sunday 20. March at 3 p.m. at Kjarvalsstaðir

Guided tour through the exhibition Jóhannes S. Kjarval: Mind and World, especially The Course of Life, which Kjarval painted on the walls of his studio. Curator Ólöf K. Sigurðardóttir and conservator Rannver H. Hannesson will talk about the mural.

The event takes place in Icelandic. Free with admission.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com