C287262d 2ec2 4969 99e0 974aeff3414a

Leiðsögn: Tómas Örn Tómasson Fimmtudag 13. júlí kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Tómas Örn Tómasson, kvikmyndagerðarmaður og samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi.

Tómar Örn stjórnaði upptökum á þremur verkum á sýningunni, Hellingur af sorg, Sviðsetningar úr vestrænni menningu og Heimsljós – líf og dauði listamanns. Tómas hefur komið að framleiðslu fjölda annarra verka með Ragnari, þar má nefna The Visitors, The Man og Seglskipið Timburmenn (SS Hangover). 

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

(Ljósmynd: Elísabet Davíðsdóttir)
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com