ásmundarsafnlogo

Leiðsögn – Þór Elís Pálsson fjallar um Jóhann Eyfells í Ásmundarsafni sunnudag 23. júní kl. 14.00

Þór Elís Pálsson myndlista- og kvikmyndagerðarmaður segir frá listamanninum Jóhanni Eyfells og verkum hans í tilefni af nýrri sýningu á verkum Jóhanns í Ásmundarsafni – Áþreifanlegir kraftar.

Þór Elís gerði árið 2008 heimildarmyndina Einungis fæðing (e. Only a Birth), sem fjallar um Jóhann Eyfells. 

Sýning Jóhanns í Ásmundarsafni er sú þriðja í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar listaverka í borginni og er sett upp á ári listar í almannarými.

Jóhann Eyfells er fæddur árið 1923. Hann lagði fyrst stund á arkitektúr og útskrifaðist af því sviði árið 1953. Árið 1964 útskrifaðist hann með meistaragráðu í myndlist. Árið 1969 var hann ráðinn sem prófessor í skúlptúr við University of Central Florida. Hann hefur æ síðan verið búsettur í Bandaríkjunum, lengst af í Florída.

Jóhann hefur notið umtalsverðrar virðingar fyrir verk sín og vinnubrögð. Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 1993 ásamt Hreini Friðfinnssyni. Hann byrjaði snemma á sjötta áratugnum að skapa abstrakt skúlptúra sem byggðust á tilraunum í eðlis- og efnafræði og sérstaklega umbreytingu málma við steypu. Tilraunir leiddu Jóhann að stíl sem hann kallar „receptúalisma“ en þar renna að hans sögn þrjú kerfi í eitt: Vísindi, heimspeki og dulhyggja

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com