2e95302c 1cdb 4181 B3cf 0fe40ac0f011

Leiðsögn sýningarstjóra og samræður, fimmtudag 19. janúar kl. 17.00 í Ásmundarsafni

Leiðsögn sýningarstjóra og samræður
Fimmtudag 19. janúar kl. 17.00 í Ásmundarsafni
Listsköpun, úrvinnsla og algrím
Viktor P. Hannesson gengur um sýningarsali og leiðir umræður um sjónrænar tengingar abstraktlistar við algóriþma í tengslum við sýningu Ásmundar Sveinssonar og Þorvalds Skúlasonar: Augans börn. Viðmælandi Viktors er Kristleifur Daðason sem hefur kynnt sér vel fræðasvið stafrænnar myndgreiningar.

Viktor er sýningarstjóri sýningarinnar í Ásmundarsafni ásamt Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur. Hann útskrifaðist úr listnámi frá Listaháskóla Íslands árið 2012 og vinnur nú að meistaraprófsritgerð sinni í listfræði við Háskóla Íslands. Hann starfar m.a. sem aðstoðarmaður safnstjóra Listasafns Háskóla Íslands.

Kristleifur Daðason er listamaður fastur í líkama tölvunarfræðings. Hann var einn af stofnendum Videntifier Technologies og er nú hjá Kúlu 3D. Kúla 3D býr til speglalinsur til að taka þrívíddarmyndir á venjulegar myndavélar og síma, og Videntifier er ákveðin bylting í stafrænni myndgreiningu og margmiðlunarleit, unnin upp úr íslenskum tölvunarfræðirannsóknum í Háskólanum í Reykjavík.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com