3a46e0e7 73a6 4e2f Beb5 4e4351ab701c

Leiðsögn sýningarstjóra og gjörningadagskrá, 17.11. á Kjarvalsstöðum

Róf: Leiðsögn sýningarstjóra og gjörningadagskrá
Laugardag 17. nóvember kl. 16 og 17.00 á Kjarvalsstöðum

Leiðsögn með Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra um sýninguna Róf.

Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar, Róf, dregur fram sérstöðu listamannsins í íslensku listalífi. Ferill hans er fjölbreyttur og miðlarnir ólíkir en rauði þráðurinn er tilraun til þess að eima tilveruna. Í þrjá áratugi hefur Haraldur skoðað hvernig við greinum umhverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í samskiptum hvert við annað. Hver eru tengsl manns og rýmis, vitundar og umhverfis?

Gjörningadagskrá
Gjörningadagskráin Afsteypur er þríþætt þar sem hverju sinni eru fluttir valdir gjörningar af ferli listamannsins ásamt frumflutningi á nýju verki. Dagskráin er á Kjarvalsstöðum laugardagana 17. nóv., 8. des. og 12. jan. og hefst undir lok almenns opnunartíma safnsins kl 17.00.

Facebook

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com