Listasafn Eldfjoll Bordi2

Leiðsögn í Safni Ásgríms Jónssonar: Ógnvekjandi náttúra

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 14.00 verður leiðsögn um sýninguna  Ógnvekjandi náttúra sem nú stendur yfir í Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74.

Rakel Pétursdóttir sýningarstjóri mun fjalla um verk listamannsins út frá myndefni einstakra verka með hliðsjón af æviminningum listamannsins og frásögnum af eldgosum er finna má í Eldritunum svonefndu. Jafnframt mun hún skoða þróun tjáningarforms listmálarans út frá straumum og stefnum í alþjóðlegri myndlist.

Á sýningunni er að finna 23 verk; olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar er spanna allan feril listamannsins.

Sýningin verður opin á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14.00 – 17.00 fram til 27. nóvember.

Safn Ásgríms Jónssonar og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er lokað í desember og janúar.

Sýningin verður opnuð aftur laugardaginn 4. febrúar og mun standa til 7. maí 2017.

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa utan opnunartíma samkvæmt samkomulagi alla mánuði ársins.
Mynd:
Ásgrímur Jónsson: Flótti undan eldgosi frá 1945

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com