87a39113 0ec3 4c1f 97d8 9aae2c5e7dff

Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur Sunnudag 12. nóvember í Hafnarhúsi

Leiðsögn um sýningu á verkum Errós, Því meira því fegurra, auk spennandi smiðju fyrir fjölskyldur. Þátttakendur vinna saman klippimynd með aðferðum sem Erró notar í sinni listsköpun. Klippimyndin verður síðan hluti af sýningunni, notuð til þess að mynda nafnið ERRÓ í gluggum Hafnarhússins. Þegar eru komnir tveir stafir, R og Ó.

Sýning er sett upp með sérstöku tilliti til yngri kynslóðarinnar og boðið upp á skemmtilegar leiðir til þess að skoða listaverkin. þar er varpað sérstöku ljósi á verk Errós sem byggjast á ofgnótt og ofmettun. Slík myndgerð hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í listsköpun hans og má rekja aftur til ungdómsverka hans. Meira en þrjátíu verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur – málverk, klippimyndir og kvikmyndir – sýna hvernig listamaðurinn skapar flóknar og hlaðnar myndbyggingar, sem miðla myndefni tengdu stjórnmálum, vísindum, skáldskap og listasögu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir börn og handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Viðburður á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com