E50394c8 8e9f 4df3 9691 6e676f5f9e21

Leiðsögn og smiðja fyrir fjölskyldur, Listin talar tungum og Iceland Airwaves

Sunnudag 5. nóvember kl. 14.00 Hafnarhús

Erró
Leiðsögn og smiðja
fyrir fjölskyldur

Leiðsögn um sýninguna Því meira því fegurra auk smiðju fyrir fjölskyldur. Þátttakendur vinna saman klippimynd með aðferðum sem Erró notar í sinni listsköpun. Afraksturinn verður til sýnis á safninu í framhaldi smiðjunnar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

NÁNAR FACEBOOK

 

 

Laugardag 4. nóvember kl. 13.00 Kjarvalsstaðir

Listin talar tungum
Svenska | Sænska

Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Næstu laugardaga kl. 13.00 verður boðið upp á leiðsagnir um sýninguna Kjarval – lykilverk á ensku og filippseysku auk sjónlýsingar og leiðsagnar á íslensku fyrir byrjendur.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Verið velkomin á Kjarvalsstaði á laugardögum. Minnum á kaffihúsið fyrir léttan hádegisverð!

NÁNAR FACEBOOK

 

 

 

1.–4. nóvember Hafnarhús

Iceland Airwaves 2017

Hafnarhúsið verður vettvangur margra glæsilegra íslenskra og erlendra hljómsveita á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2017.

Alls munu 27 hljómsveitir stíga á stokk í porti Hafnarhússins. Fyrstu tónleikarnir hefjast kl. 19.40 miðvikudaginn 1. nóvember. Þétt tónleikadagskrá miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag.

NÁNAR ICELAND AIRWAVES
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com