
Leiðsögn með sýningarstjórum miðvikudagur 29.maí kl. 12:15
Sýningarstjórarnir Brynja Sveinsdóttir og Hrafnhildur Gissurardóttir, verða með leiðsögn um sýninguna Útlína.
Á sýningunni er útlínan notuð til þess að tengja verk þvert á miðla. Línan flæðir á milli ólíkra verka; skúlptúra, teikninga, málverka og verður allt í senn: þráðurinn á milli verka, afmörkun og endaleysa.
Listamenn:
Anna Hallin | Barbara Árnason | Gerður Helgadóttir | Hólmfríður Árnadóttir| Hrafnkell Sigurðsson | Hreinn Friðfinnsson | Katrín Sigurðardóttir | Kristján Davíðsson | Rúrí | Theresa Himmer | Valgerður Briem Erindið er liður í dagskránni Menning á miðvikudögum á vegum Menningarhúsanna í Kópavogi sem eru Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn, Náttúrufræðistofa, Héraðsskjalasafn og Salurinn.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!
