D6194a2a Baa7 4f5c 8e9f 4f30130ba163

Leiðsögn með safnstjóra // Gjörningurinn Sepulchral City

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns, leiðir gesti um sýninguna Þá á sunnudaginn 20. nóvember kl. 15.

Sýningin Þá opnaði sem hluti alþjóðlegu listahátíðarinnar Cycle, sem stóð yfir 27.-30. október. Á sýningunni eru verk íslenskra og erlendra listamanna, sem fela í sér vísanir í sameiginleg einkenni tónlistar og myndlistar. Í verkunum er tíminn í forgrunni með sífelldum endurtekningum, framtíðarspám og fortíðarminni.

Á laugardaginn 19. nóvember verður gjörningur David Levine Sepulchral City fluttur í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs milli kl. 13-17. Verkið verður flutt alla laugardaga á sýningartímabilinu í Menningarhúsum Kópavogs og almenningsrýmum í nærumhverfi þeirra. Verkið er margendurtekinn flutningur á texta Joseph Conrad úr Heart of Darkness frá 1898, sem er sár gagnrýni á nýlendustefnu Vesturlanda.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com