Ffb59ca9 2252 4e10 8da9 68eebc94ac82

Leiðsögn með listamanni og sýningarstjóra, sunnudag 8. október kl. 14.00

 

Leiðsögn með listamanni og sýningarstjóra
Sunnudag 8. október kl. 14.00

Leiðsögn um sýninguna Leiðangur með Önnu Líndal og Ólöfu K. Sigurðardóttur, sýningarstjóra og safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.

List Önnu Líndal er marglaga og samsett. Þetta á jafnt við um myndefni hennar, viðfangsefni verka og merkingu þeirra sem hina sjónrænu framsetningu þessara þátta. Í innsetningum hennar má finna jafnt nýjustu tækni í formi myndbanda á tölvuskjáum sem og aldagamla hefð íslenskra hannyrða og undanfarin ár hafa þættir vísindalegra rannsókna og skrásetningar orðið æ fyrirferðarmeiri.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com