Hafnarhús

Leiðsögn listamanns: Ragnheiður Káradóttir fimmtudag 8. ágúst kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Ragnheiður Káradóttir segir frá sýningu sinni míní-míní múltíversa í D-sal Hafnarhússins.

Á sýningunni míní-míní múltíversa kannar listamaðurinn Ragnheiður Káradóttir mörkin á milli hins manngerða og hins náttúrulega. Sérstaklega lítur hún til staða sem hannaðir hafa verið til afþreyingar, líkt og mínígolfvalla, lystigarða, íþróttaleikvanga og skemmtigarða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com