Ea8764b9 B0f6 4334 B616 Ffbab0b1a1e4

Leiðsögn listamanns: Nokkur nýleg verk

Fimmtudag 10. nóvember kl. 18 í Hafnarhúsi

Örn Alexander Ámundason myndlistarmaður leiðir gesti um sýningu sína Nokkur nýleg verk í D-sal Hafnarhússins.

Á sýningunni dregur Örn nokkur nýleg verk fram í dagsljósið. Hann bætir við óhefðbundinni en fullkomlega einlægri lýsingu þar sem hann segir áhorfendum frá listaverkunum sem eru til sýnis og ennfremur þeim sem eru það ekki. Hann veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hvað maður sýnir. Og ef það skiptir ekki máli, hvernig ákveður maður hvað á að sýna og hvernig?

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com