73179fbd Fe46 458d Bb0f 6bb0b71e2250

Leiðsögn listamanns: D32 Páll Haukur Björnsson í Hafnarhúsi

Leiðsögn listamanns: D32 Páll Haukur Björnsson
Sunnudag 4. mars kl. 14.00 í Hafnarhúsi

Páll Haukur Björnsson segir frá sýningu sinni í D-sal Hafnarhússins, Heildin er alltaf minni en hlutar hennar.

Páll Haukur er 32. listamaðurinn sem sýnir í sýningaröð D-salar sem hóf göngu sína árið 2007.

Einhverskonar landslag er að finna á sýningunni, mótað af mismunandi skúlptúrum. En hvað er skúlptúr? Hvað myndar mörk staks hlutar og samband hans við annað?

Páll Haukur skoðar þessar spurningar í gegnum skúlptúrgerð. Hann notar kyrr- og hreyfimyndir, hluti sem eru hverfulir, oftast úr náttúrunni en einnig varanleg og manngerð efni.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com