Listasafnreykjavíkur

Leiðsögn listamanns − Finnbogi Pétursson: Rið, fimmtudag 5. september kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Finnbogi Pétursson segir frá sýningu sinni Rið í A-sal Hafnarhúss. Leiðsögnin hefst á yfirferð yfir feril listamannsins í samtali Finnboga og Markúsar Þórs Andréssonar, sýningarstjóra sýningarinnar. Í kjölfarið ræðir Finnbogi við gesti um sjálfa sýninguna og svarar þeim spurningum sem kunna að vakna. 

Á einkasýningu sinni í A-sal Listasafns Reykjavíkur – Hafnahúsi sýnir listamaðurinn Finnbogi Pétursson nýtt verk sem er sérstaklega sniðið að sýningarrýminu. Á fjögurra áratuga ferli hefur Finnbogi unnið með skynjun og lagt áherslu á mörk sjónar og heyrnar. Hann hefur þróað ótal leiðir til þess að gera hljóðbylgjur sýnilegar, dregið fram tíðni efnis og rýmis og unnið með eðlisfræði umhverfisins. Á sýningunni í Hafnarhúsi eru hljóðbylgjur leiddar í stóra laug og gárur vatnsins endurkastast á veggi salarins í alltumlykjandi innsetningu.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com