97224e4c 273f 4c40 9ce9 43199fe08659

Leiðsögn listamanna: Einar Falur​ og Hekla Dögg Jónsdóttir 02.08. í Hafnarhúsi

Leiðsögn listamanna:

Einar Falur​ og Hekla Dögg Jónsdóttir​

Fimmtudag 2. ágúst kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Leiðsögn með Heklu Dögg Jónsdóttur og Einari Fali Ingólfssyni sem eiga verk á sýningunni Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi. Hekla Dögg sýnir stóran skúlptúr og Einar Falur ljósmyndaseríu.

Hekla Dögg hefur í verkum sínum skoðað eðli upplifunar, einkum hrifnæmis. Þar leikur hún sér með endurgerð fyrirbæra sem hafa óumdeilanleg áhrif á okkur, eins og náttúrulegur foss.

Einar Falur hefur um árabil ferðast um hálendið í leit að fólki sem sækir þangað á eigin forsendum. Hann hittir fyrir einstaklinga sem hver og einn hefur sínar væntingar og skynjar umhverfið á persónulegan hátt.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com