Bd6702ad E4c5 4c73 8a97 F5e2ab68b4ce

Leiðsögn Hildigunnar Birgisdóttur. Fimmtudagskvöld 10. ágúst kl. 20.00

Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarmaður og samstarfsmaður Ragnars Kjartanssonar, tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Guð, hvað mér líður illa í Hafnarhúsi.

Eitt verkanna á sýningunni er myndbandsverkið Heimsljós – Líf og dauði listamanns sem byggt er á skáldsögu Halldórs Laxness. Verkið var tekið upp í Tyssen-Bornemizsa samtímalistasafninu í Vín með þátttöku ættingja og vina Ragnars úr reykvísku listalífi. Framleiðsluferlið allt var mánaðarlangur gjörningur þar sem sýningargestir gátu fylgst með framrás kvikmyndarinnar og vinnslunni við hana. Hildigunnur Birgisdóttir er ein þeirra íslensku listamanna sem tók þátt í gerð verksins m.a. annars með því að bregða sér í hlutverk Ólafs Kárasonar sem ungs manns.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com