
Leiðsögn á Kjarvalsstöðum sunnudaginn 25. mars
Sunnudag 25. mars kl. 14.00 Kjarvalsstaðir
Leiðsögn um sýninguna Líðandin – la durée með Eddu Halldórsdóttur, verkefnastjóra skráningar hjá Listasafni Reykjavíkur.
Á sýningunni eru mörg sjaldséð verk, einkum frá fyrri hluta starfsævi Jóhannesar Sveinssonar Kjarval (1885-1972).
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.