0804d43e 9182 4d09 B4b4 85981158d98a

Leiðangurinn á Töfrafjallið í Nýló 21. ágúst

Nýlistasafnið býður ykkur hjartanlega velkomin á sýningu Leiðangursins á Töfrafjallið, mánudaginn 21. ágúst, á nýju tungli, milli klukkan 18:00 – 20:00.

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilvistarleg tilraun í tíma og rúmi sem kannar vitundarsvið, þekkingu og skynjun, fyrr og nú.

Á hverjum degi fram að opnun sendir leiðangurinn frá sér hugvekjur gegnum Útvarp Töfrafjall, röð útvarpsþátta sem birtast á heimasíðu safnsins.

„Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis verðum við að viðurkenna öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð. Við könnum þetta með listum, bókmenntum, samræðum, athöfnum, en aldrei á hinu vanabundna sviði hverju sinni, við yfirgefum það og erum þar samt, leitum þess sem við getum fundið innan þess og utan. Við skynjum það eins og getnað og fæðingu fjölþátta huga, verk einstaklinga verða sameiginleg, tímabundin rými reynslu. Við gröfum upp eyðiland neytendanna, sem neytt er með endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa“.

Í tengslum við sýninguna í Nýlistasafninu mun leiðangurinn standa fyrir eftirfarandi atburðum:

Fimmtudaginn 7. september kl. 20:00 – Listamaðurinn sem miðill.
Fimmtudaginn 14. september kl. 20:00 – Kortagerð og þýðingar.
Fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 – Tónlist af Töfrafjalli.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð & Unnar Örn J. Auðarson.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com