IMG 6864

Leiðangurinn á Töfrafjallið – fagnaður 15.des í LHÍ

(English below)

HELGILEIKUR 

Að gefnu tilefni efnir Leiðangurinn á Töfrafjallið til fagnaðar föstudaginn 15.desember í húsnæði LHÍ í Laugarnesi. Athöfnin hefst stundvíslega kl 12:00 í anddyri skólans og kl. 13:00 berst leikurinn inn í fyrirlestrasal skólans.

Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við lítum út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, viðurkennum og horfumst í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð.

Við nálgumst þessi mörk með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna og athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum athöfnina í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp eyðiland neytendans, sem sífellt neytir í skorti og endalausri þörf fyrir meira þar sem ekkert meira er að hafa.

*Leiðangursfélagar eru Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörð og Unnar Örn J. Auðarson.

Núna er tími til að gefa. Blóðbíllinn er á svæðinu.

Eftir viðburðinn bíður myndlistardeild gestum og gangandi upp á almenna jólastemningu, jólaglögg og meððí. 🎄🎄🎄

Viðburðurinn er opinn öllum.

___________________________SACRAMENTAL ENACTMENT

The Expedition to the Magic Mountain invites you to a celebration on Friday December 15th at 12 -14. The ceremony starts punctually at 12 in the foyer of the IAA in Laugarnes, at 13 the exploration continues in the lecture hall.

The Expedition to the Magic Mountain (2013-2020)* is an experiment with time and space, exploring levels of consciousness, knowledge and sensibility, old and new. We go beyond the borders of self-assumed existential conditions, and at the same time we acknowledge and face past and present forces of creativity and destruction.

We approach these levels through art, literature, conversation, action. We leave the stage and at the same time remain, seeking, to be found within and without. We sense the ceremony/process as a conception and birth of a single, fractured mind, individual works merge and flow together in collective, temporary spaces of experience. We excavate the wasteland of consumers, consumed with endless shortage and craving for more, when nothing more is to be had.

*Members of the expedition are Ása Helga Hjörleifsdóttir, Birna Bjarnadóttir, Gauti Kristmannsson, Haraldur Jónsson, Karlotta Blöndal, Steingrímur Eyfjörd and Unnar Örn Auðarson.

Now is the time to give. The bloodmobile is present.

After the event the department invites guests to join in Christmas atmosphere and refreshments. 🎄🎄🎄

The event is open to the public.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com