Sjóminjasafn

Lego-skipasmiðja og fjölskylduleiðsögn í Sjóminjasafninu á morgun laugardag

Jóhann Breiðfjörð, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild danska leikfangafyrirtækisins LEGO, stýrir legoskipasmiðju í Sjóminjasafninu í Reykjavík laugardaginn 13. apríl frá 13-16.

Úrvalið af kubbum er stórkostlegt og í þessari skipasmiðju er ekkert sem heldur aftur af fólki nema hugmyndaflugið! Ókeypis aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Þann sama dag kl. 14 verður einnig boðið upp á fjölskylduleiðsögn um grunnsýningu safnsins Fiskur & fólk. Sýningin er gagnvirk, fræðandi og skemmtileg fyrir bæði fullorðna og börn, sjóara sem landkrabba og þetta er frábært tækifæri til þess að fá enn meira út úr sýningunni með frásögn frá sérfræðingi safnsins. Ókeypis aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Verið velkomin!

Viðburðirnir eru hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com