
Laust herbergi í Gestavinnustofu SÍM í Berlín
Eitt laust herbergi í gestavinnustofu SÍM í Berlín í ágúst og september.
Frá árinu 2010 hefur SÍM haft gestavinnustofu í Berlín til leigu fyrir félagsmenn SÍM. Hugmyndin er að íslenskir myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir listamenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM. Gestavinnustofan er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, póstnúmer D-10245 Berlin.
Gestaherbergin eru tvö, Askja og Hekla, en gestir deila eldhúsi og baðherbergi. Aðeins fimm mínútna gangur er frá Ostkreuz lestarstöðinni að gestaíbúðinni, en S-9 fer beint frá flugvellinum Berlín Schönefeld (SXF) til Ostkreuz.
Dvalargjald félagsmann:
4 vikur er 500 € /2 vikur er 300 €
Aukagjald fyrir gest:
4 vikur er 150 € / 2 vikur er 100 €
Sjá einnig: https://sim.is/residency/berlin-residency-2/
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SÍM til að bóka á sim@sim.is