
Lausar vinnustofur hjá SÍM
Eftirtaldar vinnustofur SÍM eru lausar til umsóknar.
Umsókn skal send á netfangið sim@sim.is þar sem tekið skal fram hvaða vinnustofu er verið að sækja um.
Korpúlfsstaðir: 24m2 vinnustofa getur verið laus mánaðarmótin sept/okt 2020. Leiguverð er 1.500 kr per m2. og er vísitölutengt.
Korpúlfsstaðir: 27m2 vinnustofa laus til umsóknar. Vinnustofan getur verið laus eftir samkomulagi. Leiguverð er 1.500kr per m2 og er vísitölutengt.
Lyngás: 47m2 vinnustofa laus nú þegar. Leiguverð er 1.500kr per m2 og er vísitölutengt.
