Laus staða verkefnastjóra miðlunar og sýningarhalds hjá Borgarbókasafninu

Viltu taka þátt í að móta bókasafn framtíðarinnar?

Borgarbókasafn Reykjavíkur

Laus er til umsóknar tímabundin 80% staða verkefnastjóra miðlunar og sýningarhalds til eins árs hjá Borgarbókasafninu.
Borgarbókasafnið hefur markað sér metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu, jafnt í miðlun sem og þjónustu við gesti. Viðburða- og sýningarhald í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er í stöðugri þróun. Lögð er áhersla á alþýðumenningu, barnamenningu og fjölmenningu, með samveru, upplifun, miðlun og menningarlæsi að leiðarljósi.
Verkefnastjóri heyrir undir fræðslu- og miðlunardeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með sýningarhaldi og hönnun markaðs- og kynningarefnis.
Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefnastjóri sér um hönnun markaðs- og kynningarefnis fyrir prent-, vef- og samfélagsmiðla. Hann ber ábyrgð á sýningarhaldi og tengdum viðburðum og er í samskiptum við listamenn og samstarfsaðila. Verkefnastjóri tekur þátt í teymisvinnu, innan safns sem utan.
Fyrir frekari upplýsingar og til að sækja um, farið á vefslóð: https://reykjavik.is/laus-storf?starf=00005172
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com