Laus staða verkefnastjóra gestavinnustofa SÍM

Staða verkefnastjóra gestavinnustofa (SÍM Residency) losnar 1. febrúar næst komandi og leitum við því að einstakling till að fylla í starfið. Um er að ræða 50% starf sem felur í sér umsjón með og ábyrgð á gestalistamönnum sem koma í vinnustofur SÍM mánaðarlega. Verkefnastjóri sér um að vera í samskiptum við umsækjendur gestavinnustofanna, stendur fyrir listamannaspjalli og samsýningu mánaðarlega með listamönnunum, tekur á móti og fer yfir umsóknir listamannanna og er almennt til staðar fyrir listamennina þegar þörf er á.

Umsækjandi þarf að:
vera sjálfstæður í vinnubrögðum og sýna mikið frumkvæði
vera með bílpróf og hafa afnot af bíl
tala og skrifa góða ensku sem og íslensku
hafa þekkingu og áhuga á myndlist
fær um að vinna á PC og MAC tölvur og getað bjargað sér í Excel
vera fær í félagslegum samskiptum

Ef þú hefur áhuga á starfinu sendu ferilskrá til Ingibjargar J. Gunnlaugsdóttur framkvæmdarstýru SÍM, netfangið er ingibjorg(hjá)sim.is

Starfið er tilvalið fyrir þá sem vilja afla sér tekna til hliðar við myndlistarsköpun sína eða eru sjálfstætta starfandi að hluta til.

WP Facebook Auto Publish Powered By : XYZScripts.com