Laus er til umsóknar staða safnstjóra Listasafns Reykjavíkur

listasafnreykjavikur_logo1

 

 

 

Laus er til umsóknar staða safnstjóra Listasafns Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur

Stjórnunarstörf

Listasafn Reykjavíkur hýsir þrjú megin söfn í þremur sýningarhúsum, safn Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni, safn Jóhannesar Kjarvals á Kjarvalsstöðum og safn verka Erró í Hafnarhúsi. Sjá nánar um hlutverk og starfsemi á safnsins http://www.listasafnreykjavikur.is.

Umsókn skal gera grein fyrir hvernig umsækjandi mætir öllum ofangreindum kröfum. Jafnframt er óskað eftir greinargerð að hámarki 2 A4 bls. þar sem umsækjandi lýsir framtíðarsýn sinni fyrir Listasafn Reykjavíkur.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs sem fer með framkvæmd menningar- og ferðamála hjá Reykjavíkurborg. Sviðsstjóri ræður safnstjórann til fimm ára að höfðu samráði við menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og getur ákveðið að framlengja ráðningu safnstjóra einu sinni til næstu fimm ára.

Helstu verkefni og ábyrgð

Listrænn stjórnandi með ábyrgð á sýningadagskrá og annarri faglegri starfsemi safnsins í samræmi við alþjóðlegar siðareglur, lög og samþykktir.

Ábyrgð á stjórnun, rekstri og stjórnsýslu safnsins. Undir verksvið heyra fjármál, starfsmannamál og framkvæmd ákvarðana menningar- og ferðamálaráðs og borgaryfirvalda sem að safninu snúa.

Safnstjóri skipuleggur þjónustu safnsins gagnvart borgarbúum og gestum.

Hæfniskröfur

Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi.

Víðtæk þekking á innlendri og alþjóðlegri myndlist.

Góð þekking á starfsemi og rekstri listasafna.

A.m.k. 5 ára stjórnunarreynsla.

Reynsla af alþjóðlegri samvinnu á vettvangi myndlistar.

Sannfærandi leiðtogahæfileikar, frumkvæði og skipulagshæfni.

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.

Góð tungumálakunnátta og mikil hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.

Þekking á starfsumhverfi opinberrar stjórnsýslu er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launakjör heyra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reg
Starfshlutfall            100%
Umsóknarfrestur   06.04.2015
Ráðningarform       Tímabundin ráðning / annað
Númer starfs            35210
Nafn sviðs                Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhildur Konráðsdóttirí síma590-1520 eða með því að senda fyrirspurn á svanhildur.konradsdottir@reykjavik.is

Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagata 17
101 Reykjavík

 

Sjá nánari upplýsingar hér

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com